Gáttatif alvarlegt vandamál

Davíð O. Arnar, yfirlæknir og prófessor á Landspítalanum, hlaut í …
Davíð O. Arnar, yfirlæknir og prófessor á Landspítalanum, hlaut í dag verðlaun úr Verðlaunasjóði í læknisfræði. mbl.is

Davíð O. Arnar, yfirlæknir og prófessor á Landspítalanum, hlaut í dag 3.500.000 króna verðlaun úr Verðlaunasjóði í læknisfræði og skyldum greinum. Þetta er í sjötta sinn sem veitt er úr sjóðnum, en verðlaunin eru með þeim stærstu sem veitt eru fyrir vísindi á Íslandi.

Verðlaunin hlýtur Davíð fyrir áralangar rannsóknir sínar á hjartsláttartruflunum. Hann hefur einkum rannsakað gáttatif, en það er eitt af stærstu vandamálum hjartasjúkdómafræðinnar. Að sögn Davíðs eru eru líklega um 3000 einstaklingar haldnir sjúkdómnum í dag, sumir tímabundið, aðrir stöðugt. „Þetta er ein aðalástæða blóðtappa í heila,“ segir Davíð. Þetta vandamál fer stöðugt vaxandi með hækkandi aldri þjóðarinnar.

„Þetta hefur að mörgu leyti verið rauði þráðurinn í minni rannsóknarvinnu, að skoða þessar hjartsláttartruflanir,“ segir Davíð. Hann sagðist í samtali við mbl.is vera mjög ánægður með þennan mikla heiður.

Davíð hefur átt í samstarfi við innlenda og erlenda aðila og birt niðurstöður rannsókna sinna í sumum virtustu tímaritum heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert