Kanínum fjölgar í hverfum á Selfossi

Heiðmerkurkanínum fjölgar stöðugt.
Heiðmerkurkanínum fjölgar stöðugt. mbl.is/Ómar

Undanfarna mánuði hafa hverfisráði Árborgar borist ábendingar frá íbúum Selfossbæjar vegna fjölgunar kanína og ónæðis frá þeim í bænum. Svo virðist sem dýrin séu farin að gera sig heimakomin á nokkrum stöðum í bænum, meðal annars í íbúðarhverfum.

Ábendingarnar hafa verið teknar fyrir í hverfisráði og í bæjarráði Árborgar. Málið er nú komið inn á borð framkvæmda- og veitustjórnar í sveitarfélaginu, en henni er ætlað að vinna aðgerðaráætlun til að stemma stigu við fjölgun meindýra í sveitarfélaginu.

Jón Tryggvi Guðmundsson, deildarstjóri veitusviðs Árborgar, segir vandamálið vissulega vera til staðar. Svo virðist sem dýrin haldi sig einna helst í útjöðrum bæjarins og leiti einnig inn í hverfin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert