Kjartan Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að mikilvægi þess að taka flugbraut með NA/SV-stefnu á Keflavíkurflugvelli í notkun muni aukast ef flugbraut með sömu stefnu á Reykjavíkurflugvelli verður lokað.
Nýtt samkomulag ríkis og borgar kveður á um lokun umræddar brautar í Reykjavík. Í desember 2006 var áætlað að kostnaður við að opna NA/SV-flugbrautina í Keflavík gæti numið 200-250 milljónum.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að miðað við hækkun byggingarvísitölu gæti sú upphæð verið nærri 400 milljónum nú.