Búið að opna veginn um Kjálkafjörð

Um 150 þúsund tonn af mold og grjóti féllu á …
Um 150 þúsund tonn af mold og grjóti féllu á Vestfjarðaveg um Kjálkafjörð í gær. Ljósmynd/Vegagerðin

Búið er að opna Vestfjarðarveg númer 60 um Kjálkafjörð, vegfarendur eru beðnir um að  sýna aðgát. Búast má við einhverjum töfum en vegna aðstæðna verður vegurinn hafður lokaður yfir nóttina frá kl. 23.00 til kl. 07.00 að morgni, segir í upplýsingum frá Vegagerðinni.

Sjá frétt mbl.is: 150 þúsund rúmmetrar af mold og grjóti

Færð og aðstæður á vegum

Flesta leiðir á Suðurlandi eru að mestu greiðfærar. Á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og í Svínadal. Aðrar leiðir eru að mestu greiðfærar.

 Á Vestfjörðum er snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir er á flestum öðrum leiðum. Þungfært og skafrenningur er norðan Bjarnarfjarðar á Ströndum.

 Á Norðurlandi vestra er snjóþekja og skafrenningur á Þverárfjalli og á Siglufjarðarvegi. Hálkublettir eru á Öxnadalsheiði. Hálkublettir eru á flestum öðrum leiðum.

 Norðaustanlands er snjóþekja eða hálkublettir nokkuð víða þó er hálka og í kringum Mývatn og hálka og skafrenningur á Mývatnsöræfum. Ófært á Dettifossvegi. Þæfingsfærð er á Hólasandi.

 Á Austurlandi er snjóþekja á Vatnsskarði eystra og Öxi. Hálkublettir eru á Breiðdalsheiði. Annars eru vegir greiðfærir að mestu á Austurlandi.

 Á Suðausturlandi er krapasnjór í kringum Kirkjubæjarklausur og hálkublettir við Kvísker.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert