Sumir þurfa að borga meira eftir 4. maí

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Breyt­ing­ar á greiðsluþátt­töku­kerfi hins op­in­bera vegna lyfja taka gildi eft­ir nokkra daga, þann 4. maí næst­kom­andi. Breyt­ing­un­um er ætlað að auka jöfnuð milli fólks óháð sjúk­dóm­um og draga úr út­gjöld­um þeirra sem mest þurfa á lyfj­um að halda. Með nýju lög­un­um minnk­ar þannig lyfja­kostnaður margra um­tals­vert en þeir sem áður fengu lyf sín að fullu niður­greidd þurfa eft­ir breyt­ing­una að borga þau upp að til­teknu há­marki.  Syk­ur­sjúk­ir eru í þess­um hópi og eru ugg­andi um sinn hag.

Ung­ur syk­ur­sjúk­ur karl­maður seg­ir nýju lög­in hafa einna mest áhrif á hag syk­ur­sjúkra. „Það verður að hafa í huga í þessu sam­bandi að þessi lyf eru okk­ur lífs­nauðsyn­leg, það er ekki eins og við get­um valið hvort við ætl­um að taka þau eða ekki. Svo þurfa marg­ir ýms­an búnað auka­lega, til dæm­is insúlí­n­dæl­ur sem við greiðum hluta af og blóðstrimla fyr­ir mæli­tæki.“

Há­marks­lyfja­kostnaður sett­ur í lög

Hingað til hef­ur ekk­ert há­mark verið á lyfja­kostnaði þeirra sem nota mörg eða dýr lyf en með nýja kerf­inu er tryggt að ör­yrkj­ar, aldraðir, og börn og ung­menni yngri en 22 ára munu að há­marki greiða sem nem­ur um 4.000 krón­um á mánuði, eða 48.150 kr á ári fyr­ir lyf sem eru með greiðsluþátt­töku sjúkra­trygg­inga. Hver fjöl­skylda þarf ekki að greiða meira en sem þess­ari til­teknu upp­hæð nem­ur fyr­ir börn­in í fjöl­skyld­unni, þó að fleira en eitt barn þurfi reglu­lega á lyfj­um að halda.

Greiðsluþakið er 69.416 kr fyr­ir full­orðna og þegar há­marki er náð, biður sjúk­ling­ur lækni um að senda um­sókn um lyfja­skír­teini til Sjúkra­trygg­inga Íslands. Um­sókn­in fer í vinnslu hjá SÍ sem hafa upp­lýs­ing­ar um lyfja­út­tekt­ir viðkom­andi. Ef um­sókn­in er samþykkt greiðir SÍ 100% í lyfj­um sem hafa greiðsluþátt­töku út 12 mánaða tíma­bilið. 

Einkum tveir hóp­ar þurfa að greiða meira

Það eru einkum tveir hóp­ar sem munu þurfa að greiða meira en áður eft­ir að nýju lög­in hafa tekið gildi. Ann­ars veg­ar þeir sem eru með mjög lág­an heild­ar­lyfja­kostnað, und­ir 24.075 kr á ári eða minna en 16.050 kr ef um er að ræða líf­eyr­isþega eða börn. Þess­ir hóp­ar munu þurfa að greiða öll lyf sín að fullu í nýja kerf­inu.

Hinn hóp­ur­inn er sá sem hef­ur verið að fá *-merkt lyf, sem hafa verið greidd að fullu af SÍ. Í þess­um hópi lyfja eru syk­ur­sýk­is­lyf, en einnig lyf við gláku, krabba­meins­lyf, lyf við park­in­sons­sjúk­dómn­um, floga­veiki og Sjög­ren sjúk­dómn­um. Rúm­lega 30.000 manns hafa verið að taka þessi *-merktu lyf.

Þrír hóp­ar munu áfram fá lyf sín niður­greidd að fullu. Það er fólk sem nýt­ur líkn­andi meðferðar í heima­húsi, þeir sem eru með nýrna­bil­un á loka­stigi og fólk með al­var­lega geðrofs­sjúk­dóma.

Kostnaður­inn eykst um 100.000 á ári

Móðir tveggja ung­lings­stúlkna, sem báðar eru með syk­ur­sýki 1 og þurfa á insúlí­n­gjöf­um að halda, seg­ir gildis­töku nýju lag­anna hafa veru­leg áhrif á fjár­hag heim­il­is­ins, en kostnaður vegna lyfja og ann­ars sem sjúk­dómn­um fylg­ir mun hækka um tæp­ar 100.000 krón­ur að sögn móður­inn­ar.

„Kostnaður okk­ar á ári vegna þessa er um 140.000 núna, en eft­ir breyt­ing­una verður hann 240.000.“

Ýmis dul­inn kostnaður

Móðirin seg­ir kostnaðinn hingað til hafa fal­ist í lækn­is­heim­sókn­um og ýms­um auka­hlut­um sem nauðsyn­leg­ir eru við lyfja­gjöf og eft­ir­lit með syk­ur­sýk­inni, eins og til dæm­is insúlí­n­dælu og striml­ar sem nota þarf í blóðsyk­ur­mæla.  Við lend­um svo illa í þessu nýja frum­varpi.”

Hún seg­ir að dæt­ur sín­ar þurfi að fara til sér­fræðings fjór­um sinn­um á ári, hver heim­sókn kosti 4.800 krón­ur. Að auki þurfi þær að fara reglu­lega til augn­lækn­is og vera á til­teknu mataræði. „Þannig að það er ýmis dul­inn kostnaður og ofan á hann er núna að bæt­ast þessi lyfja­kostnaður.“

Slá­andi mun­ur eft­ir lönd­um

Önnur stúlkn­anna hef­ur leitað sér upp­lýs­inga víða og hef­ur verið í sam­skipt­um við sam­tök syk­ur­sýk­is­sjúk­linga á hinum Norður­lönd­un­um. Móðirin seg­ir mun­inn á greiðsluþátt­töku slá­andi eft­ir lönd­um.

„Í Finn­landi þurfa syk­ur­sjúk­ir að greiða þrjár evr­ur á þriggja mánaða fresti fyr­ir lyf­in, ekk­ert þarf að greiða í Svíþjóð og dansk­ir syk­ur­sýk­is­sjúk­ling­ar greiða helm­ing­inn af því sem við erum að greiða hér. Það má segja að þetta sé eins og lífs­skatt­ur; syk­ur­sjúk­ir eru í raun­inni að greiða fyr­ir að halda lífi því að það er ekk­ert hægt að spara við sig í insúlín­inu eða sleppa því að fara til lækn­is. Þetta er lífs­nauðsyn­legt.“

Frétt mbl.is: Sum­ir þurfa að greiða minna, aðrir meira

Þeir sem eru með sykursýki 1 þurfa að sprauta sig …
Þeir sem eru með syk­ur­sýki 1 þurfa að sprauta sig reglu­lega með insúlíni. Jim Smart
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert