Héldu sínu striki í snjó og hálku

Það var ekki mjög sumarlegt um að litast í borginni á þessum síðasta degi vetrar eftir að snjó kyngdi niður í morgun. Töluverðar tafir urðu á umferð en utan þess létu borgarbúar veðrið ekki hafa mikil áhrif á sig enda vanir ýmsu. Mbl.is kannaði aðstæður í borginni fyrir hádegi. 

Laugardalsvöllurinn var á kafi í snjó í dag en fyrstu leikir í Pepsideild karla fara fram í næstu viku. Krakkarnir úr 5. bekk Laugarnesskóla héldu sínu striki á Barnamenningarhátíð í Grasagarði Reykjavíkur en þau hafa á undanförnum þremur dögum tekið þátt í rannsóknum og vinnusmiðju í samvinnu við Listkennslunema í Listaháskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert