Hulda er í eldlínunni í Noregi

Hulda Gunnlaugsdóttir.
Hulda Gunnlaugsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á tæp­um tveim­ur árum hafa 13 óeðli­leg dauðsföll og röð læknam­istaka verið til rann­sókn­ar á Ahus, nýj­asta og tækni­vædd­asta sjúkra­húsi Nor­egs, sem er und­ir stjórn Huldu Gunn­laugs­dótt­ur. Meðal þeirra sem lét­ust voru eins árs gam­all dreng­ur, tví­tug stúlka og barns­haf­andi kona. Hægt hefði verið að bjarga þeim öll­um. 

Hulda er í forsíðuviðtali í nýj­asta tölu­blaði Nýs lífs sem kom út í dag.

Hún hef­ur verið í eld­lín­unni í um­fangs­mestu breyt­ing­um sem gerðar hafa verið á norska heil­brigðis­kerf­inu, hún hef­ur sætt harðri gagn­rýni og norski heil­brigðisráðherr­ann hætti vegna máls­ins, auk tveggja annarra stjórn­enda. 

Ahus var gert að þjóna 160.000 íbú­um af Ósló­arsvæðinu til viðbót­ar við rúm­lega 320.000 íbúa Aker­hus-fylk­is­ins sem hann þjónaði þegar.  

Vantaði um 400 starfs­menn

Yf­ir­völd gerðu ráð fyr­ir að með þessu myndi heil­brigðis­starfs­fólk vilja flytja sig frá Ósló til Ahus. Það gekk hins veg­ar ekki eft­ir. „Þegar verst lét, skorti að minnsta kosti 400 starfs­menn,“ seg­ir Hulda. 

Hulda brást við með nokkuð óvenju­leg­um hætti. Hún kom auðmjúk fram og talaði til aðstand­enda hinna látnu. „Mér fannst vera kom­inn tími til að stíga fram, viður­kenna það sem gerðist og biðjast fyr­ir­gefn­ing­ar,“ seg­ir Hulda. 

Forsíða Nýs lífs þar sem Hulda Gunnlaugsdóttir er í forsíðuviðtali.
Forsíða Nýs lífs þar sem Hulda Gunn­laugs­dótt­ir er í forsíðuviðtali.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka