Hulda er í eldlínunni í Noregi

Hulda Gunnlaugsdóttir.
Hulda Gunnlaugsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á tæpum tveimur árum hafa 13 óeðlileg dauðsföll og röð læknamistaka verið til rannsóknar á Ahus, nýjasta og tæknivæddasta sjúkrahúsi Noregs, sem er undir stjórn Huldu Gunnlaugsdóttur. Meðal þeirra sem létust voru eins árs gamall drengur, tvítug stúlka og barnshafandi kona. Hægt hefði verið að bjarga þeim öllum. 

Hulda er í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Nýs lífs sem kom út í dag.

Hún hefur verið í eldlínunni í umfangsmestu breytingum sem gerðar hafa verið á norska heilbrigðiskerfinu, hún hefur sætt harðri gagnrýni og norski heilbrigðisráðherrann hætti vegna málsins, auk tveggja annarra stjórnenda. 

Ahus var gert að þjóna 160.000 íbúum af Óslóarsvæðinu til viðbótar við rúmlega 320.000 íbúa Akerhus-fylkisins sem hann þjónaði þegar.  

Vantaði um 400 starfsmenn

Yfirvöld gerðu ráð fyrir að með þessu myndi heilbrigðisstarfsfólk vilja flytja sig frá Ósló til Ahus. Það gekk hins vegar ekki eftir. „Þegar verst lét, skorti að minnsta kosti 400 starfsmenn,“ segir Hulda. 

<span>„Opnun Ahus var liður í mestu breytingum sem nokkurn tíma hafa verið gerðar á norska heilbrigðiskerfinu. Uppstokkunin  fól meðal annars í sér að fjórir spítalar á höfuðborgarsvæðinu voru sameinaðir undir Háskólasjúkrahús Óslóar og einn spítali var lagður niður. Mikil óánægja var með breytingarnar í Ósló og lokun spítalans. Mótmælin voru mikil meðal almennings og starfsfólks spítalanna í Ósló og stjórnmálamenn tókust harkalega á um málið. Þá var er ekki nema von að spjótin beindust að okkur á nýja dýra spítalanum í Lørenskog og okkur gekk illa að manna stöðurnar.“</span> <span><br/></span> <span>Hulda segir í viðtalinu að það sé enginn hægðarleikur að reka svona sjúkrahús. Undanfarin tvö ár hafa norskir fjölmiðlar flutt fjölmargar fréttir af ástandinu á spítalanum, þar sem ýmist hefur verið fjallað um læknamistök eða óeðlileg dauðsföll, en lögreglan hefur rannsakað 13 slík. Meðal þeirra er mál tvítugrar stúlku sem lést þegar taka átti úr henni hálskirtla og kasólétt kona fannst meðvitundarlaus eftir að hafa beðið í sjö klukkustundir eftir að hitta lækni. </span> <span><br/></span> <span>Hún segir að tölur um dauðsföll hafi verið bornar saman við önnur sjúkrahús í landinu og í ljós hafi komið að Ahus var haft fyrir rangri sök. „Ég gat ekki sætt mig við að starfsfólkið okkar hefði þennan  stimpil fyrir að framfylgja pólitík sem var samþykkt í Stórþinginu.“</span>

Hulda brást við með nokkuð óvenjulegum hætti. Hún kom auðmjúk fram og talaði til aðstandenda hinna látnu. „Mér fannst vera kominn tími til að stíga fram, viðurkenna það sem gerðist og biðjast fyrirgefningar,“ segir Hulda. 

<span><br/></span> <span>Í kjölfarið var þremur af fjórum helstu stjórnendum sem komu að málinu skipt út, þeirra á meðal heilbrigðisráðherra landsins. Hulda var sú eina þeirra sem hélt stöðu sinni. Spurð að því hvað hún myndi vilja ráðast í ef hún mætti forgangsraða segist hún vilja leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi starf. En það sé ekki á forgangslista stjórnmálamanna, því að langan tíma taki að sjá árangurinn af forvörnum.</span>
Forsíða Nýs lífs þar sem Hulda Gunnlaugsdóttir er í forsíðuviðtali.
Forsíða Nýs lífs þar sem Hulda Gunnlaugsdóttir er í forsíðuviðtali.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert