Már unir dómnum

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Ernir Eyjólfsson

Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri unir niður­stöðu Hæsta­rétt­ar sem féll í dag varðandi launa­kjör hans. Hann seg­ir að í mála­til­búnaði sín­um hafi aldrei verið ef­ast um rétt Alþing­is til að setja lög með það að mark­miði að laun emb­ætt­is­manna væri ekki hærri en laun for­sæt­is­ráðherra og seg­ir ýmsa for­stöðumenn rík­is­stofn­ana og fyr­ir­tækja hafa haldið óbreytt­um laun­um.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu sem Már sendi frá sér í kvöld.

„Nú hef­ur Hæstirétt­ur fellt dóm sinn og kom­ist að þeirri niður­stöðu að ákvörðun kjararáðs stand­ist lög. Þar með er staðfest að sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um er hægt að skerða laun seðlabanka­stjóra og annarra sem svipaða stöðu hafa á gild­is­tíma tíma­bund­inn­ar skip­un­ar þeirra. Jafn­framt er staðfest að þeir sem búa við ráðning­ar­samn­inga með skil­greind­um upp­sagn­ar­fresti búa við betri stöðu en þeir sem eru skipaðir með ráðherra­bréfi. Ég mun auðvitað una þeirri niður­stöðu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Más.

Þar rek­ur hann mála­vöxtu og seg­ir meðal ann­ars: „For­saga máls­ins er sú að starf seðlabanka­stjóra var aug­lýst laust til um­sókn­ar í mars 2009. Mér fannst ég ekki geta hrokkið und­an því að sækja um starfið vegna þeirr­ar stöðu sem Ísland var í. Það var svo annarra að meta hvort aðrir væru til þess hæf­ari en ég að gegna starf­inu. Í aug­lýs­ing­unni kom fram að laun og önn­ur kjör væru ákveðin af bankaráði Seðlabanka Íslands. Ég var um þær mund­ir aðstoðarfram­kvæmd­ar­stjóri hjá Alþjóðagreiðslu­bank­an­um í Basel í Sviss sem auk þess að vera banki er fund­ar- og rann­sókn­ar­set­ur seðlabanka heims­ins. Ég gerði mér auðvitað grein fyr­ir að ég myndi búa við allt önn­ur kjör sem seðlabanka­stjóri á Íslandi en þau sem ég bjó við í starfi mínu í Basel,“ seg­ir Már í yf­ir­lýs­ing­unni.

Kynnti sér kjör­in

„Áður en ég lagði inn um­sókn kynnti ég mér þau kjör sem bankaráð Seðlabanka Íslands tók ákvörðun um nokkr­um dög­um áður en um­sókn­ar­frest­ur rann út í lok mars 2009. Hafði ég þess­ar upp­lýs­ing­ar til hliðsjón­ar þegar ég í sam­ráði við fjöl­skyldu mína tók end­an­lega ákvörðun um að senda inn um­sókn.“

Var sagt að skerðing­in yrði lít­il

Um miðjan júní 2009 var lagt fram frum­varp á Alþingi þar sem gert var ráð fyr­ir að föst dag­vinnu­laun ým­issa æðstu emb­ætt­is­manna og for­stöðumanna rík­is­stofn­ana og fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins yrðu lækkuð til sam­ræm­is við föst laun for­sæt­is­ráðherra. Már seg­ir að sér hafi verið tjáð að frum­varpið myndi ekki hafa veru­leg áhrif á kjör hans og hon­um hafi verið gef­in fyr­ir­heit um að skerðing launa seðlabanka­stjóra yrðu mun minni en ætla mætti af frum­varp­inu.

„Síðar kom í ljós að það skorti getu til að standa við það fyr­ir­heit. Í öðru lagi virt­ist það ekki skipta máli þar sem ég yrði skipaður áður en lög­in tækju gildi, en í um­sögn efna­hags- og skatta­nefnd­ar Alþing­is um frum­varpið var sér­stak­lega tekið fram að kjararáð skyldi gæta að því að skerða ekki áunn­in rétt­indi starfs­manna aft­ur­virkt. Hélt ég því síðan stöðugt á lofti gagn­vart kjararáði þegar svo virt­ist sem það ætlaði þrátt fyr­ir það að láta skerðingu koma til fram­kvæmda aft­ur­virkt, á skip­un­ar­tíma.“

Tel­ur seðlabanka­stjóra ekki eiga að fá sérmeðferð

„Það er þessi fer­ill máls­ins og þær grund­vall­ar­spurn­ing­ar sem hann vek­ur varðandi stjórn­skip­un­ar­lega stöðu seðlabanka­stjóra sem er megin­á­stæða þess að ég lét reyna á það fyr­ir dóm­stól­um en ekki virt­ust aðrar leiðir fær­ar til að fá úr þess­um spurn­ing­um skorið.“

Már seg­ist aldrei hafa talið að seðlabanka­stjóri ætti að vera und­an­skil­inn ef meiri­hátt­ar efna­hags­áfall kallaði á lækk­un launa æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins.

Sum­ir aðrir héldu óbreytt­um laun­um

„Málið snýst frem­ur um það að slík­ar ákv­arðanir séu tekn­ar með eðli­leg­um hætti, séu í sam­ræmi við það sem gild­ir um aðra, opni ekki fyr­ir mögu­leika á að hægt sé að nota launa­ákv­arðanir til að veikja stjórn­skip­un­ar­lega stöðu seðlabanka­stjóra og grafa þannig und­an sjálf­stæði Seðlabank­ans. Það hafði enn frem­ur áhrif á þá ákvörðun mína að leggja málið í dóm að vitn­ast hafði að ýms­ir for­stöðumenn rík­is­stofn­ana og fyr­ir­tækja sem hafa ráðning­ar­samn­inga héldu óbreytt­um laun­um út um­sam­inn upp­sagn­ar­frest sem í sum­um til­fell­um var tölu­vert lang­ur en að hann kom þegar til fram­kvæmda í mínu til­felli og hugs­an­lega hjá sum­um öðrum sem hafa fimm ára skip­un án upp­sagn­ar­frests.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert