Minnkandi einkaneysla

mbl.is/Eggert

Sa­mkvæÂ­mt tölum Seðla­bank­ans um greiðslu­miðlun var velta með debet­k­ort 4,4% minni í marsm­ánuði í kr­ónum talið en í sama mánuði í fy­rra. Að teknu tilliti til kr­ed­itk­ort­aveltu, sem jókst lít­illega á sama tíma, dr­óst kort­avelta saman um 2,3% að raung­ildi í marsm­ánuði.

Greini­ng Íslands­b­anka telur að eink­aney­slan hafi dr­eg­ist saman um 1-2% frá sama tíma í fy­rra og yrði það í fy­rsta sinn frá 2. ársf­jórðungi árið 2010 sem eink­aney­sla my­ndi drag­ast saman á milli ára.

End­anlegar tölur um eink­aney­sluna li­ggja þó ekki fy­r­ir, en Greini­ng Íslands­b­anka vekur at­hy­gli á því að páskaf­rí landsm­anna hafi að mestu náð yfir marsm­ánuð. Ætla hefði mátt að hei­m­ilin gerðu þá bet­ur við sig en end­ranær.

Í fréttaskýrin­gu um þessi mál í Mor­g­un­blaðinu í dag seg­ir Ing­ólf­ur Bend­er, forstöðumaður Greini­ng­ar Íslands­b­anka, kort­aveltu eina skýr­ustu vísbend­ing­una um hvernig eink­aney­slan þró­ast.

Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert