Árni Johnsen mætti verst

Árni Johnsen á Alþingi.
Árni Johnsen á Alþingi. mbl.is/Ómar

Þeir þing­menn kjör­tíma­bils­ins sem voru oft­ast fjar­ver­andi eru Árni Johnsen og Hösk­uld­ur Þór­halls­son, sam­kvæmt Alþing­isrýn­in­um, nýj­um vef á veg­um Pírata. Vefn­um er ætlað er að stuðla að auknu aðhaldi og sam­skipt­um milli þings og þjóðar.

Á Alþing­isrýn­in­um má sjá hvernig ein­stak­ir þing­menn mættu í þingsal þegar greidd voru at­kvæði á kjör­tíma­bil­inu sem og hversu oft þeir greiddu at­kvæði með og gegn ein­staka mál­um eða sátu hjá. Vef­ur­inn til­tek­ur einnig sér­stak­lega hvort þing­menn­irn­ir kusu eft­ir flokkslín­um eða ekki.

810 fjar­vist­ir Árna Johnsen

Þegar list­inn yfir s.k. „skróp­ara“ er skoðaður sést að meiri­hluti þeirra 12 þing­manna sem sjaldn­ast voru viðstadd­ir þegar at­kvæði voru greidd sitja á þingi fyr­ir þá tvo flokka sem mæl­ast nú stærst­ir og eru lík­leg­ast­ir til að sitja í rík­is­stjórn á næsta kjör­tíma­bili. Fjór­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins eru á list­an­um og fjór­ir Fram­sókn­ar­menn.

Árni Johnsen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, mætti sjaldn­ast í þingsal á kjör­tíma­bil­inu þegar greidd voru at­kvæði og er alls með 810 fjar­vist­ir skráðar. Hösk­uld­ur Þór­halls­son þingmaður Fram­sókn­ar­flokks er með næst­s­ístu mæt­ing­una, er með 749 fjar­vist­ir skráðar.

Hinir 8 þing­menn­irn­ir sem sjaldn­ast voru viðstadd­ir at­kvæðagreiðslur eru Jón Bjarna­son, Þor­gerður K. Gunn­ars­dótt­ir, Guðmund­ur Stein­gríms­son, Birk­ir Jón Jóns­son, Ásmund­ur Ein­ar Daðason, Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, Jón Gunn­ars­son, Bjarni Bene­dikts­son og Kristján Þór Júlí­us­son, með á bil­inu 569 til 455 fjar­vist­ir.

For­seti Alþing­is með næst­bestu mæt­ing­una

Það kem­ur kannski ekki á óvart að Ásta R. Jó­hann­es­dótt­ir þing­for­seti hafi mætt vel í at­kvæðagreiðslur, en á hana eru skráðar 80 fjar­vist­ir allt kjör­tíma­bilið. Ásta mætti þó ekki best allra þing­manna, held­ur Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son, þingmaður VG. Hann er aðeins með 22 fjar­vist­ir skráðar, en fyr­ir því er líka góð ástæða því Ólaf­ur kom ekki inn á þing fyrr en um ára­mót­in, í stað Guðfríðar Lilju Grét­ars­dótt­ur.

Þeir þing­menn sem mættu best í at­kvæðagreiðslur eru all­ir stjórn­ar­liðar en meðal þeirra má nefna Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, Odd­nýju G. Harðardótt­ur, Guðbjart Hann­es­son, Lúðvík Geirs­son og Björn Val Gísla­son.

Upp­lýs­ing­arn­ar eru birt­ar með fyr­ir­vara um mis­tök við gagna­söfn­un og úr­vinnslu. Alþing­isrýn­ir­inn var opnaður í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert