Fjármögnunarfyrirtækinu Lýsingu var samkvæmt dómi Hæstaréttar óheimilt að breyta vöxtum á bílakaupleigusamningi sem var að hálfu leyti gengistryggður og að hálfu leyti í íslenskum krónum.
Áður hafði héraðsdómur fallist á að Lýsing hefði ekki mátt verðbæta íslenska hlutann. Dómurinn gæti haft fordæmisgildi fyrir 4.000 viðskiptavini Lýsingar. Sá hluti lánsins sem var gengistryggður var endurreiknaður eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg.
Lántakandinn greiddi eftir þeim útreikningi en taldi hann rangan og höfðaði mál þar sem hann taldi sig hafa ofgreitt. Lýsingu hefði ekki verið heimilt að verðbæta íslenska hluta lánsins og að reikna breytilega vexti á hann.