Spá stormi og snjókomu

Útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm og snjókomu um landið norðanvert á sunnudag. Þeim sem hyggja á ferðalög um helgina, einkum á Norður og Austurlandi er bent á að fylgjast vel með veðurspám.

Næsta sólarhringinn er spáð norðan og norðvestan 5-10 og éljum norðantil, stöku éljum Suðaustanlands en annars þurru að kalla og bjartviðri suðvestantil.

Vindur snýst smám saman í suðvestanátt á morgun og þykknar upp vestantil og fer að snjóa á Vestfjörðum en léttir til fyrir norðan og austan. Slydda og síðar rigning V-til um kvöldið. Frost víðast hvar, en hiti 0 til 5 stig að deginum við suðvesturströndina. Hlýnar vestast annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert