Aflamet við Öndverðarnes

Steinunn SH ber mikinn afla að landi þessa dagana.
Steinunn SH ber mikinn afla að landi þessa dagana. mbl.is/Alfons

„Þetta er met. Ég hef verið skipstjóri í rúm fjörutíu ár og man ekki eftir því að hafa fengið jafn mikið í einu kasti sem nú: 38 tonn af fínum þorski. Við fórum út klukkan sjö í morgun og komum í land um þrjúleytið með 46,5 tonn úr tveimur köstum.“

Þetta segir Brynjar Kristmundsson, skipstjóri á Ólafsvíkurbátnum Steinunni SH, í Morgunblaðinu í dag. Sjómenn á bátum af Snæfellsnesi rótfiska og í gær var Brynjar út af Öndverðanesi á góðri aflaslóð.

„Eftir daginn í dag höfum við fiskað í vikunni 129 tonn og mest er þetta vænn þorskur,“ segir Brynjar sem er með sjö karla í áhöfn; bræður sína fimm, son og tengdasoninn.

Brynjar Kristmundsson, skipstjóri á Steinunni SH.
Brynjar Kristmundsson, skipstjóri á Steinunni SH.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka