Krían er komin til landsins.
Brynjúlfur Brynjólfsson, umsjónarmaður fuglavefjarins www.fuglar.is, sá kríuna sem var ein á ferð, um klukkan 20 á miðvikudagskvöld við Ósland á Höfn í Hornafirði.
Yann Kolbeinsson líffræðingur hefur skráð komur farfugla. Samkvæmt meðaltali 1998-2012 hefur krían komið 22. apríl, stundum fyrr eða síðar.