Lyfjakaupendur geta dreift kostnaði

Af vef velferðarráðuneytisins

Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands hafa boðið lyf­söl­um aðild að samn­ingi um dreif­ingu lyfja­kostnaðar vegna greiðslu­erfiðleika. Sam­kvæmt hon­um munu ein­stak­ling­ar sem eiga í erfiðleik­um með að greiða lyf vegna lágra tekna eða óvænts lyfja­kostnaðar geta dreift greiðslum. Kostnaðardreif­ing­in verður ein­stak­ling­um að kostnaðarlausu. Nýtt greiðsluþátt­töku­kerfi vegna kaupa á lyfj­um tek­ur gildi þann 4. maí næst­kom­andi.

Í til­kynn­ingu frá Sjúkra­trygg­ing­um Íslands seg­ir að ramma­samn­ing­ur­inn sé afrakst­ur viðræðna við full­trúa lyfsala sem hafa bent á  nauðsyn þess að dreifa lyfja­kostnaði þeirra sem eiga í greiðslu­erfiðleik­um.

Meðfylgj­andi eru dæmi um greiðslu­dreif­ingu sem gerð voru af Sjúkra­trygg­ing­um Íslands.

Hægt að dreifa á allt að tíu greiðslur

Hægt verður að dreifa lyfja­kostnaði á 2-3 greiðslur í byrj­un 12 mánaða greiðslu­tíma­bils (þ.e. lyfja­kostnaði sem greidd­ur er áður en til þátt­töku sjúkra­trygg­inga kem­ur, sbr. viðmiðun­ar­fjár­hæðirn­ar 16.050 kr. fyr­ir börn, ung­menni, aldraða og ör­yrkja og 24.075 kr. fyr­ir aðra sjúkra­tryggða).  Kostnaði ein­stak­lings um­fram 8.000 kr. verður hægt að skipta á tvær greiðslur og kostnaði um­fram 15.000 kr. verður hægt að skipta á þrjár greiðslur. Lág­marks­greiðsla verður aldrei lægri en 4.000 kr. 

Ef ljóst þykir að ein­stak­ling­ur muni bera háan kostnað á 12 mánaða tíma­bil­inu og muni eiga rétt á 100% greiðsluþátt­töku SÍ í lyfj­um (viðmið er 48.150 kr. fyr­ir börn, ung­menni og líf­eyr­isþega og 69.416 kr. fyr­ir aðra) verður mögu­legt að dreifa kostnaði niður á allt að tíu greiðslur.  Samn­ing­ur­inn gild­ir um lyf sem eru með greiðsluþátt­töku SÍ.

Lyfsali þarf að sækja um til SÍ

Áður en samn­ing­ur um greiðslu­dreif­ingu verður gerður milli lyfsala og lyfja­kaup­anda þarf lyfsali að sækja um greiðslu­dreif­ingu og greiðsluþátt­töku til Sjúkra­trygg­inga Íslands. Lyf­söl­um sem ger­ast aðilar að ramma­samn­ingn­um verður jafn­framt heim­ilt að setja það skil­yrði að sækja verði um dreif­ing­una á ákveðnum tíma, t.d. virka daga milli kl 9 og 12.

Lyfsal­ar geta gerst aðilar að ramma­samn­ingn­um fram til 1. júlí 2013 og gild­ir hann til árs­loka 2013 en þá verður ákvörðun tek­in um fram­hald samn­ings­ins.

Nokkur dæmi um upphæðir hjá almennum kaupanda.
Nokk­ur dæmi um upp­hæðir hjá al­menn­um kaup­anda. Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands
Nokkur dæmi um upphæðir hjá börnum, ungmennum, öldruðum og öryrkjum.
Nokk­ur dæmi um upp­hæðir hjá börn­um, ung­menn­um, öldruðum og ör­yrkj­um. Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert