Meira um fjölskyldufólk í vanda en áður

Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.
Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.

Umboðsmanni skuldara barst 4.661 umsókn um greiðsluaðlögun einstaklinga frá stofnun embættisins 1. ágúst 2010 til 1. apríl sl. Um 13.800 manns leituðu aðstoðar ráðgjafarþjónustunnar á sama tímabili.

Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, sagði að ákveðinn stöðugleiki væri nú kominn í umsóknir til embættisins um greiðsluaðlögun og ráðgjöf. Hópurinn sem leitar sér aðstoðar hefur einnig breyst frá því embættið var stofnað.

„Stærsti hópurinn okkar nú er barnafjölskyldur og fólk sem hefur þreyð þorrann en er búið með sparnað og séreignarsparnað en sér lánin bara hækka og nær ekki lengur endum saman,“ sagði Ásta. Fólk leitar einnig ráðgjafar eða greiðsluaðlögunar í kjölfar stærri og smærri áfalla eins og veikinda, atvinnumissis eða tekjulækkunar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert