Staðsetning flugvallarins er spurning um líf eða dauða

mbl.is/Gúna

<span>Staðsetning flugvallar Reykjavíkur getur skipt sköpum þegar um bráð sjúkratilfelli er að ræða af landsbyggðinni. Einn til tveir tímar gætu bæst við flutningstímann ef flugvöllurinn verður færður.</span> <span><br/></span> <span>„Ég er ekki vafa um að það hefur skipt lífi eða dauða að flugvöllurinn er þarna en ekki í Keflavík. Ég veit um tvö tilfelli héðan þar sem skipti miklu máli að flugvöllurinn var nálægt spítalanum. Í öðru tilfellinu er ég 100% viss,“ segir Baldur Friðriksson, yfirlæknir á Vopnafirði, í <a href="http://www.austurglugginn.is/index.php/Frettir/Frettir/Laeknir_Stadsetning_flugvallarins_er_spurning_um_lif_eda_dauda" target="_blank">frétt á vef Austurfréttar</a>.</span> <span><br/></span> <span>„Staðsetning flugvallarins skiptir heilmiklu máli, sérstaklega í sambandi við alvarlega veikt fólk. Við þurfum að senda héðan hjartatilfelli, fólk með alvarlega höfuðáverka og fjöláverka,“ segir Baldur.</span> <span><br/></span> <div>Baldri finnst að sumir virðist ekki skilja hvernig tíminn skiptir sköpum við bráð veikindi. Það tekur 90-120 mínútur að fá vél á Vopnafjörð og flugið suður tekur 75 mínútur. Því geta liðið 3-4 tímar frá því að atburðurinn á sér stað þar til sjúklingurinn kemst á spítala.</div><div>„Ferðalagið verður aldrei styttra en 5-6 tímar ef farið er til Keflavíkur. Flugið er lengra og svo þarf að keyra til baka. Það munar um klukkutíma í viðbót. Fyrir utan að þú gerir ekki mikið fyrir slasað fólk í sjúkrabíl í forgangsakstri.“</div>

Sjá fréttina í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka