Bros á hverju andliti á EVE Fanfest

„Það eru um 2000 hátíðargest­ir sem eru mætt­ir hingað á Fan­fest og maður sér bara bros á hverju ein­asta and­liti.“ seg­ir Eld­ar Ástþórs­son, fjöl­miðlafull­trúi og verk­efn­is­stjóri markaðsdeild­ar CCP, um stemmn­ing­una á EVE Fan­fest, sem hald­in er í ní­unda sinn þessa dag­ana. EVE On­line fagn­ar nú 10 ára af­mæli sínu.

„Hátíðin hef­ur heppn­ast gríðarlega vel og við finn­um fyr­ir mjög mik­illi ánægju meðal hátíðargesta,“ seg­ir Eld­ar.  „Það eru greini­lega marg­ir sem mjög ánægðir með þetta og við aðstand­end­ur hátíðar­inn­ar erum það sömu­leiðis og það er greini­lega að fjöl­breytt og góð dag­skrá er að falla vel í kramið.“

Mikið hef­ur verið um dýrðir á hátíðinni og margt um að vera í kring­um hana. Til dæm­is ákvað par sem kynnt­ist í leikn­um að gifta sig í Hörpu á fimmtu­dag­inn var. Eld­ar seg­ir mörg dæmi um að fólk kynn­ist og verði vin­ir í kring­um leik­inn. „Síðan eru þó nokk­ur hjóna­bönd sem hafa mynd­ast í EVE.“

Mik­il eft­ir­vænt­ing rík­ir hjá gest­um hátíðar­inn­ar og er­lend­um blaðamönn­um fyr­ir ræðu Hilm­ars Veig­ars Pét­urs­son­ar sem hald­in verður í kvöld í Eld­borg­ar­sal Hörpu. Þar verður ým­is­legt markvert kynnt í áform­um fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert