Á 10 ára tímabili eru um 500 íslensk heimili blessuð vegna þess að íbúar telja sig upplifa óþægileg og óútskýranleg atvik heima fyrir.
Má þar nefna einkennileg hljóð, tilfinningu fyrir nærveru einhvers sem ekki sést og jafnvel hreyfingu húsgagna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem út kemur í dag.
Svokölluð húsblessun er hluti af þjónustu presta og er veitt við ýmiss konar hefðbundin tækifæri en er þess utan veitt um einu sinni í viku þegar fólki finnst einhvers konar óværa sækja að heimili sínu.