Ólafur formaður hjúkrunarfræðinga

Ólafur Guðbjörn Skúlason, verðandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ólafur Guðbjörn Skúlason, verðandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. mbl.is

Ólafur G. Skúlason var í dag kjörinn formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga til tveggja ára. Hann hlaut alls 1.097 atkvæði eða 48,4% greiddra atkvæða. Kosningaþátttaka var 61,4%.

Ólafur hafði í fyrri kosningu einnig verið kjörinn en þá munaði einungis einu atkvæði á honum og Vigdísi Hallgrímsdóttir. Þá hlaut hann 29,86% atkvæða en sú kosning var ógilt.

Á kjörskrá voru 3.687 hjúkrunarfræðingar. Kosið var rafrænt.

Herdís Gunnarsdóttir hlaut 118 atkvæði eða 5,2% atkvæða. Elín Hanna Jónsdóttir hlaut 12 atkvæði eða 0,5% atkvæða. Vigdís Hallgrímsdóttir hlaut 845 atkvæði eða 37,3% atkvæða. Margrét Guðjónsdóttir hlaut 120 atkvæði eða 5,3% atkvæða. Ragnheiður Gunnarsdóttir hlaut 69 atkvæði eða 3,0% atkvæða. Auðir og ógildir seðlar voru 4 eða 0,2% atkvæða.

Nýr formaður tekur við á aðalfundi félagsins sem fram fer þann 31. maí 2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert