ESA rannsakar ívilnunarlög

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, ESA, hef­ur ákveðið að hefja form­lega rann­sókn á rík­isaðstoð í tengsl­um við lög um íviln­an­ir vegna ný­fjár­fest­inga á Íslandi.

Í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni seg­ir að rík­isaðstoðar­kerfið sem Ísland kom á fót byggi á svo­kölluðum ívilnana­lög­um frá 2010. Miða lög­in að því að efla ný­fjár­fest­ingu á Íslandi. Þau heim­ila beina rík­is­styrki til fyr­ir­tækja, skattaí­viln­an­ir í allt að 10 ár og sölu og út­leigu fast­eigna í eigu hins op­in­bera und­ir markaðsverði.

ESA heim­ilaði rík­isaðstoðar­kerfið árið 2010. Síðan hafa ís­lensk yf­ir­völd tvisvar breytt því; með reglu­gerðarbreyt­ingu í árs­lok 2010 og með breyt­inga­lög­um samþykkt­um af Alþingi í mars sl. ESA hef­ur nú ákveðið að hefja rann­sókn á rík­isaðstoðar­kerf­inu eins og því hef­ur verið breytt.

Frá ár­inu 2010 hef­ur Ísland gert svo­kallaða fjár­fest­inga­samn­inga við sex fyr­ir­tæki á grund­velli rík­isaðstoðar­kerf­is­ins, eins og því var breytt. ESA tel­ur vafa leika á því hvort ákveðnir þætt­ir þess­ara samn­inga sam­rým­ist rík­isaðstoðarregl­um EES samn­ings­ins.

Sú skylda hvíl­ir á ESA að hefja form­lega rann­sókn þegar stofn­un­in tel­ur, að lok­inni frum­at­hug­un, vafa leika á að rík­isaðstoð sam­rým­ist EES samn­ingn­um. Ákvörðunin í dag fel­ur ekki í sér end­an­lega niður­stöðu í mál­inu og gæti ESA að lok­inni rann­sókn kom­ist að þeirri niður­stöðu að rík­isaðstoðin sé í sam­ræmi við EES samn­ing­inn að hluta eða öllu leyti.

ESA kall­ar nú eft­ir at­huga­semd­um og upp­lýs­ing­um frá ís­lensk­um yf­ir­völd­um. Jafn­framt kall­ar stofn­un­in eft­ir at­huga­semd­um frá þeim aðilum sem telja sig eiga hags­muna að gæta.

Ákvörðunin um að hefja rann­sókn verður inn­an skamms birt á vefsíðu ESA.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka