Guðni Páll rær lífróður

Lífróður kaj­akræðarans Guðna Páls Vikt­ors­son­ar hófst um kl. 10:40 þegar hann lagði af stað frá Höfn í Hornafirði. Guðni Páll hyggst róa hring­inn í kring­um landið en til­gang­ur­inn er að safna fé til styrkt­ar Sam­hjálp.

Guðni Páll mun í fyrstu róa til Vík­ur í Mýr­dal, en hann áætl­ar að koma þangað á föstu­dag.

Sig­ur­laug Ragn­ars­dótt­ir hjá Sam­hjálp fylgd­ist með Guðna Páli ýta úr vör. „Það er mjög kalt en ynd­is­lega fal­legt veður,“ sagði hún í sam­tali við mbl.is. Hún bætti við að mjög marg­ir hefðu verið mætt­ir til að fylgj­ast með.

„Það er sko ekki neinn bil­bug á þess­um dreng að finna,“ seg­ir Sig­ur­laug enn­frem­ur um Guðna Pál, sem þurfti að leggja af stað degi á und­an áætl­un vegna veðurs.

Áætlað er að alls taki róður­inn um landið sex til átta vik­ur en vega­lengd­in er um 2.500 kíló­metr­ar.

Nán­ar um lífróður­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert