Áætlað er að íbúum höfuðborgarsvæðisins muni gróft á litið fjölga um 44.000-48.000 fram til ársins 2025 og verða þá um eða yfir 250.000.
Bæjarstjórar Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Garðabæjar eru bjartsýnir á að framkvæmdir séu að fara af stað í sveitarfélögunum og á ýmist að taka ný svæði undir byggð eða þétta byggðina með nýjum reitum.
Í Reykjavík eru byggingar íbúða á næstu árum fyrirhugaðar m.a. nálægt Mýrargötu, á Lýsisreitnum, Slippsvæðinu, Hampiðjureitnum og víðar. Í Kópavogi verður m.a. byggt í landi Lundar, í Þorrasölum, í vesturbæ Kópavogs og í Vatnsendahlíðinni. Framundan er lóðaúthlutun í fyrsta áfanga Skarðshlíðar, áður Valla 7, í Hafnarfirði. Í Garðabæ er ætlunin að byggja m.a. í Sjálandshverfi, Urriðaholti og við Arnarnesvog.