Formenn hittust á leynifundi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson sitja nú á fundi, …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson sitja nú á fundi, samkvæmt heimildum, og ræða um stjórnarmyndun þó formlegar viðræður séu ekki hafnar. Ekki er vitað hvar fundurinn fer fram. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mik­il leynd hef­ur ríkt yfir fund­ar­höld­um Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins um rík­is­stjórn­ar­mynd­un.

Sig­mund­ur Davíð fékk í gær form­legt stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð frá for­seta Íslands og hef­ur nú fundað með öll­um for­mönn­um stjórn­mála­flokk­anna á Alþingi en fund­ur hans og Bjarna stend­ur nú yfir, sam­kvæmt heim­ild­um úr her­búðum beggja flokka.

Ekki hef­ur þó feng­ist upp­lýst hvar fund­ur­inn eigi sér stað, hvenær hann hófst eða hvenær bú­ast megi við að hon­um ljúki.

Upp­lýst var að Sig­mund­ur Davíð hygg­ist ekki ræða við fjöl­miðla í kvöld um næstu skref sín við stjórn­ar­mynd­un, en hann mun ætla að fara yfir næstu leiki í stöðunni í kjöl­far fund­ar með Bjarna og má hugs­an­lega vænta ein­hverra til­kynn­inga á morg­un um við hvern eða hverja Sig­mund­ur Davíð hygg­ist form­lega hefja stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður.

Ekki voru nein tíma­mörk á því umboði sem for­seti veitti for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, en þeir munu ætla sér að hitt­ast í lok næstu viku og ræða stöðu mála.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert