Mannshöndin víkur

Stórhöfði
Stórhöfði mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég ólst upp við þetta, að þurfa að vera með hugann við veðurathuganir, alltaf á þriggja tíma fresti. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning þegar það er fyrir bí,“ segir Óskar Jakob Sigurðsson, sem lengi sinnti veðurathugunum á Stórhöfða. Sonur Óskars, Pálmi Freyr, tók við af honum árið 2008 en fyrir skömmu var ákveðið að leggja niður mannaða veðurskeytastöð á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þeir feðgar sinntu veðurathugunum í síðasta skipti á Stórhöfða í gær en frá og með deginum í dag tekur sjálfvirkur tæknibúnaður alfarið við.

Óskar, sem nú starfar við mengunarmælingar í Vestmannaeyjum, hefur verið viðloðandi veðurathuganir á Stórhöfða síðan hann hóf að aðstoða föður sinn árið 1952. Fyrir tíma föður Óskars sá afi hans um veðurathuganirnar, því hafa fjórir ættliðir séð um veðurathuganir á Stórhöfða frá 1921. Sjálfur tók Óskar formlega við þeim árið 1965 og sinnti því starfi til 2008.

Frá 1952 hafa verið send átta veðurskeyti á dag, á þriggja klukkustunda fresti allan sólarhringinn, frá Stórhöfða. Óskar segist ekki hafa tölu á fjölda þeirra skeyta sem hann hefur sent í gegnum tíðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert