Loftmengun í Reykjavík er dýrt spaug

Jarðvarmavirkjanir hafa í för með sér losun gastegunda út í …
Jarðvarmavirkjanir hafa í för með sér losun gastegunda út í andrúmsloftið. Gufan streymir úr holunum á Hellisheiði og skyggir á sólina. mbl.is/Rax

End­ing­ar­tím­inn á dýr­um og vönduðum hljóðbúnaði er mun skemmri í Reykja­vík en ná­granna­borg­um okk­ar í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Ástæðan er brenni­steins­meng­un frá Hell­is­heiðar­virkj­un. Hljóðmenn segja þetta dýrt spaug. „Þetta kem­ur illa niðri á okk­ur, það er bara mjög ein­falt,“ seg­ir Sveinn Kjart­ans­son, yf­ir­maður tækni­mála í Stúd­íó Sýr­landi.

Brenni­steinsvetn­is­meng­un í lofti, t.a.m. frá virkj­un­um, get­ur or­sakað mjög hraða tær­ingu efna á borð við kop­ar og silf­ur, þar sem það bland­ast súr­efni óheft. Þetta get­ur valdið því að end­ing ým­iss tækja­búnaðar stytt­ist veru­lega.

Silfrið tær­ist mjög hratt

„Þetta er hjartað í hljóðver­inu. Svona búnaður er notaður í öll­um stúd­íó­um til hljóðblönd­un­ar,“ seg­ir Sveinn. 

„Í dýr­ari búnaði, eins og þeim sem við not­um, eru gjarn­an silf­ur­kontakt­ar. Silf­ur er notað af því að það er góður leiðari, en [brenni­steins­meng­un­in] veld­ur því að það sest á silfrið þannig að í stað þess að leiða verður það ein­angr­andi. Þetta þýðir að eft­ir að nýr búnaður kem­ur í hús þá byrj­ar að braka í tökk­um, stund­um bara eft­ir nokkr­ar vik­ur. Þetta ger­ist mjög hratt,“ seg­ir Sveinn.

Eitt, vandað hljóðblönd­un­ar­tæki get­ur kostað á bil­inu 10-12 millj­ón­ir að sögn Sveins. Þess­um búnaði þarf að skipta út mun örar en í ná­granna­lönd­un­um. „Þeir [hljóðmenn] sem við töl­um hvað mest við í London, Banda­ríkj­un­um og ann­ars staðar, þeir kann­ast ekk­ert við þetta. Þetta er al­veg óþekkt vanda­mál þar.“

Byrjaði með Svartsengi, jókst með Hell­is­heiðar­virkj­un

Í ódýr­ari tækj­um er plastefni eða nikk­el notað sem leiðari, þau eru ekki eins viðkvæm fyr­ir meng­un­inni en hljóm­ur­inn er held­ur ekki eins góður. Kop­ar og silf­ur eru bæði betri og dýr­ari, í þess­ari röð, en tær­ast hratt í snert­ingu við brenni­steinsvetni í súr­efni.

Gunn­ar Smári Helga­son, hljóðmaður á Sigluf­irði, bend­ir á að hægt sé að nota gull til að kom­ast fyr­ir þetta, en það sé bæði dýr­ara og erfiðara að ná í það enda sé hljóðbúnaður­inn all­ur inn­flutt­ur frá lönd­um þar sem ekki sé gert ráð fyr­ir að brenni­steinsvetn­is­meng­un sé vanda­mál.

Hann seg­ir hljóðmenn hafa byrjað að verða var­ir við þetta vanda­mál eft­ir að starf­semi virkj­un­ar­inn­ar í Svartsengi hófst árið 1976, en það hafi auk­ist til muna með opn­un Hell­is­heiðar­virkj­un­ar árið 2006.

Gunn­ar Smári starfaði áður í bæn­um og man til þess að vanda­mál vegna þessa hafi komið upp bæði hjá Stúd­íó Sýr­landi og á Broadway.Nú býr hann og starfar á Sigluf­irði og seg­ir sama vanda­mál ekki til staðar þar, það sé bundið við hljóðver á höfuðborg­ar­svæðinu.

Hundruð tækja

Jakob Tryggva­son, sem starfar hjá Ext­on og sit­ur í stjórn Fé­lags tækni­fólks í rafiðnaði, seg­ir að all­ir í brans­an­um kann­ist við þetta vanda­mál og ástandið hafi versnað til muna við opn­un Hell­is­heiðar­virkj­un­ar fyr­ir um 7 árum.

 „Það er al­veg skýr mun­ur. Fyr­ir nokkr­um árum síðan þá sett­irðu upp búnað og þurft­ir svo varla að snerta við hon­um aft­ur fyr­ir en ein­hverj­um árum seinna þegar hann var hreinsaður, slitn­um rof­um skipt út og slíkt. Núna er þetta allt farið að braka og bresta inn­an eins til tveggja ára,“ seg­ir Jakob.

„Við erum ekki að tala um ein­hver 10-20 tæki, held­ur hundruð tækja og þúsund­ir vinnu­stunda. Þetta er á þeim skala. Þetta er mik­ill kostnaður, bæði marg­ar vinnu­stund­ir í hreins­un, fleiri viðgerðir og tæk­in end­ast styttra. Oft er það líka því miður þannig að því stærri, um­fangs­meiri og dýr­ari sem tæk­in eru, því viðkvæm­ari eru þau fyr­ir þessu og því dýr­ari er viðgerðin.“

Einn helsti kostur jarðvarmavirkjana, umfram vatnsaflsvirkjanir, er að ekki þarf …
Einn helsti kost­ur jarðvarma­virkj­ana, um­fram vatns­afls­virkj­an­ir, er að ekki þarf að sökkva landsvæðum und­ir miðlun­ar­lón og því eru sjá­an­leg um­hverf­isáhrif af völd­um jarðvarma­virkj­ana mun minni. Áhrif­in eru þó um­tals­verð, eins og þeir sem aka fram­hjá Hell­is­heiðar­virkj­un sjá mæta­vel. mbl.is/​Rax
Hljóðmaðurinn Kristinn Sturluson í einu hljóðvera Stúdíós Sýrlands.
Hljóðmaður­inn Krist­inn Sturlu­son í einu hljóðvera Stúd­íós Sýr­lands. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Eftir að Hellisheiðarvirkjun var gangsett haustið 2006 fór að bera …
Eft­ir að Hell­is­heiðar­virkj­un var gang­sett haustið 2006 fór að bera meira á hver­a­lykt á höfuðborg­ar­svæðinu. Hver­a­lykt­in staf­ar af brenni­steinsvetni í and­rúms­loft­inu. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert