Mótmæltu hugsanlegri ESB-aðild

Yfir eitthundrað manns gengu í dag niður Laugaveg í fullveldisgöngu gegn hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu, en gangan var hluti af hátíðarhöldum verkalýðshreyfingarinnar.

Gunnlaugur Snær Ólafsson, framkvæmdastjóri Heimssýnar, segir að þeir hafi viljað vekja athygli á því að meirihluti landsmanna væru andvígir aðild og þar á meðal væri alþýða landsins, en fulltrúar ASÍ hafi á stundum talað fyrir inngöngu.

Fullveldissinnar gengu með hinni árlegu göngu og voru að sögn nokkuð áberandi í henni, bæði fremst og aftast. Nokkrir stjórnmálamenn tóku þátt, þar á meðal fyrrum þingmennirnir Atli Gíslason, Jón Bjarnason og Bjarni Harðarson en einnig varaborgarfulltrúinn Þorleifur Gunnlaugsson.

Á meðfylgjandi myndum má sjá hluta þeirra sem þátt tóku í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka