Þriðji mesti sólskinsapríl í Reykjavík

Sólskinsstundir voru óvenju margar í Reykjavík.
Sólskinsstundir voru óvenju margar í Reykjavík. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Apr­íl­mánuður var sá kald­asti í Reykja­vík síðan árið 2000. Sól­skins­stund­ir voru hins veg­ar óvenju marg­ar og höfðu mælst 212 þegar ein­um mikl­um sól­ar­degi var ólokið. Að mati Veður­stofu Íslands verður þetta þriðji mesti sól­skinsapríl í Reykja­vík frá upp­hafi mæl­inga.

Á vefsvæði Veður­stofu Íslands má finna stutt tíðarfars­yf­ir­lit, en ít­ar­legra yf­ir­lit mun birt­ast síðar. Þar seg­ir að apr­íl­mánuður hafi verið venju frem­ur kald­ur á land­inu. Í Reykja­vík sá kald­asti síðan árið 2000 og á Ak­ur­eyri frá 1990.

Úrkoma var um 70% af meðal­úr­komu í Reykja­vík, en í rétt rúmu meðallagi á Ak­ur­eyri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert