Aprílmánuður var sá kaldasti í Reykjavík síðan árið 2000. Sólskinsstundir voru hins vegar óvenju margar og höfðu mælst 212 þegar einum miklum sólardegi var ólokið. Að mati Veðurstofu Íslands verður þetta þriðji mesti sólskinsapríl í Reykjavík frá upphafi mælinga.
Á vefsvæði Veðurstofu Íslands má finna stutt tíðarfarsyfirlit, en ítarlegra yfirlit mun birtast síðar. Þar segir að aprílmánuður hafi verið venju fremur kaldur á landinu. Í Reykjavík sá kaldasti síðan árið 2000 og á Akureyri frá 1990.
Úrkoma var um 70% af meðalúrkomu í Reykjavík, en í rétt rúmu meðallagi á Akureyri.