Nýtt kuldamet fyrir maí

Þessi gervitunglamynd, sem var tekin af Íslandi í gær, segir …
Þessi gervitunglamynd, sem var tekin af Íslandi í gær, segir meira en þúsund orð. Mynd fengin af vef Veðurstofunnar.

Þrjá­tíu og sex ára gam­alt kulda­met fyr­ir maí­mánuð er fallið en á Gríms­stöðum á Fjöll­um mæld­ist 17,6 stiga frost í nótt. Gamla metið var 17,4 stiga frost sem var sett 1. maí árið 1977 á Möðru­dal á Fjöll­um. Veður­stofa Íslands spá­ir áfram­hald­andi kuldatíð - sér­stak­lega á Norður­landi.

„Þetta er frek­ar kalt hjá okk­ur,“ seg­ir Björn Sæv­ar Ein­ars­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að sam­kvæmt sjálf­virk­um mæli Veður­stof­unn­ar hafi mælst 17,6 stiga frost á Gríms­stöðum á Fjöll­um í nótt. „Það er kulda­met fyr­ir maí,“ seg­ir Björn.

Það er ekki mik­ill vor­brag­ur að sögn Björns en út­litið fyr­ir næstu daga lít­ur ekk­ert sér­stak­lega vel út. Ljóst sé að næsta vika verði frem­ur svöl og þá sér­tak­lega um landið norðan­vert.

Hann bend­ir hins veg­ar á að í dag og á morg­un muni hlýna aðeins og lík­lega verði frost­laust víðast hvar á laug­ar­dag en bú­ast megi við rign­ingu eða slyddu.

Á sunnu­dag megi bú­ast við hvassviðri, slyddu eða snjó­komu norðaust­an­til á land­inu og á Aust­fjörðum muni frysta. Á mánu­dag sé gert ráð fyr­ir norðanátt með dá­lít­illi snjó­komu með köfl­um og frosti um landið norðan­vert.

„Á þriðju­dag koma lægðir að sunn­an upp að aust­an­verðu land­inu. Þá fáum við kalda loftið yfir okk­ur. Ef þetta geng­ur eft­ir þá verður rign­ing eða snjó­koma á aust­an­verðu land­inu. Það er ekki út­lit fyr­ir að það komi nein lægð með hlýn­andi veðri fyrr en á upp­stign­ing­ar­dag [9. maí],“ seg­ir Björn varðandi út­litið.

Nán­ar á vef Veður­stofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert