Aukin öryggisgæsla í Kauptúni

Öryggisverðir við eftirlitsbifreið í Kauptúni, Garðabæ.
Öryggisverðir við eftirlitsbifreið í Kauptúni, Garðabæ.

Eigendur fasteigna í Kauptúni í Garðabæ hafa gert samkomulag við IKEA um eftirlit með fasteignum og öðrum verðmætum sem eru á svæðinu. IKEA hefur sett upp myndavélar sem staðsettar eru víða um götuna og nema alla umferð. Auk þess er farið í reglubundnar eftirlitsferðir á bílum um svæðið bæði dag og nótt alla daga ársins, segir í fréttatilkynningu.

Í tilkynningunni kemur fram að umsvif þjónustu- og verslunarfyrirtækja í Kauptúni hafi aukist mikið á síðustu mánuðum og er umferð því töluverð í götunni og á nærliggjandi svæðum. Auk þess bætist við eftirlit vegna  byggingarframkvæmda í Urriðaholti þar sem nýtt íbúðarhverfi er að rísa.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert