Hvalveiðar hefjast að nýju

Hvalur 8 og Hvalur 9 sinna hvalveiðum í sumar.
Hvalur 8 og Hvalur 9 sinna hvalveiðum í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Hvalveiðar hefjast að nýju í sumar eftir tveggja ára hlé. Þetta staðfesti Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið í gær.

Að sögn Kristjáns er stefnt að því að veiðarnar hefjist fyrri hluta júní og standi fram í lok september. Tveir bátar, Hvalur 8 og Hvalur 9, munu stunda veiðarnar. Þeir verða teknir í slipp á næstunni og gerðir klárir fyrir sumarið.

Að sögn Kristjáns munu um 150 manns vinna við veiðar og vinnslu hjá Hval hf. í sumar. Afurðirnar verða unnar í hvalstöðinni í Hvalfirði, í frystihúsi félagsins í Hafnarfirði og mögulega á Akranesi einnig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka