Stórt skref í mannréttindabaráttunni

Grafreitur Siðmenntar.
Grafreitur Siðmenntar.

„Ég held að fólk átti sig bet­ur þegar lengra líður að þetta er veru­lega stórt skref í mann­rétt­inda­bar­átt­unni,“ seg­ir Bjarni Jóns­son, vara­formaður Siðmennt­ar, í sam­tali við mbl.is en fé­lagið fékk í dag form­lega skrán­ingu sem ver­ald­legt lífs­koðun­ar­fé­lag, fyrst slíkra fé­laga hér á landi, í sam­ræmi við lög um skráð trú­fé­lög og lífs­skoðun­ar­fé­lög sem samþykkt voru á Alþingi 30. janú­ar síðastliðinn.

Bjarni seg­ir aðspurður að síðan Siðmennt hafi ákveðið að fara þá leið að sækj­ast eft­ir því að fá skrán­ingu sem ver­ald­legt lífs­koðun­ar­fé­lag hafi það verið meg­in­mark­mið fé­lags­ins. Um mik­il tíma­mót sé því vissu­lega að ræða fyr­ir það og mann­rétt­inda­bar­áttu al­mennt. „Það hafa verið hæðir og lægðir í þessu. Á tíma­bili vor­um við næst­um búin að gef­ast upp en feng­um síðan góða hvatn­ingu.“

Fé­lag­ar í Siðmennt eru um 300 og greiða nú ígildi sókn­ar­gjalda til rík­is­ins en áður til Há­skóla Íslands þar til lög­um þar um var breytt. Í kjöl­far skrán­ing­ar Siðmennt­ar sem ver­ald­legs lífs­koðun­ar­fé­lags til jafns við trú­fé­lög geta fé­lags­menn hins veg­ar skráð sig form­lega í fé­lagið og renna þá slík gjöld vegna þeirra til þess.

Spurður hvaða þýðingu þetta hafi fyr­ir Siðmennt seg­ir Bjarni að það sem skipti auðvitað mestu máli sé sú viður­kenn­ing sem skrán­ing fé­lags­ins sem ver­ald­legs lífs­koðun­ar­fé­lags feli í sér. Hins veg­ar muni skrán­ing­in vissu­lega styrkja stoðir Siðmennt­ar fjár­hags­lega en starf­semi fé­lags­ins hafi til þessa að nán­ast al­farið með sjálf­boðastarfi.

Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar.
Bjarni Jóns­son, vara­formaður Siðmennt­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert