Auðvelt að fylgjast með Everest-förum

Frá Mt. Everest.
Frá Mt. Everest.

Fjallgöngumennirnir Ingólfur Geir Gissurarson og Guðmundur St. Maríusson eru þessa dagana á leið upp í 3. búðir á Mt. Everest.  Ingólfur hefur meðferðis nýtt tæki sem heitir PIEPS GlobalFinder en með tækinu er hægt að fylgjast með för þeirra félaga með aðstoð Google Earth.

Tækið notast við tvenns konar gervihnattakerfi, GPS og Iridium, en Iridium kerfið er það gervihnattafjarskiptakerfi sem næst á flestum stöðum í heiminum.

Í tilkynningu frá Fjallakofanum, sem útvegaði þeim Ingólfi og Guðmundi tækið, segir að auðvelt sé að taka myndir með tækinu, bæði ljósmyndir og myndskeið.

Hér er hægt að fylgjast með för Ingólfs og Guðmundar. Meðal þess sem hægt er að skoða er heildarleiðin sem þeir hafa gengið, hver dagleið fyrir sig, gönguhraði og hæðarmunur.

Viðtal mbl.is við fjallgöngumennina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert