Borga ekkert og búa frítt

mbl.is/Sverrir

Dæmi eru um að fólk hafi nýtt sér öll möguleg úrræði sem skuldurum standa til boða til að búa áfram í fasteigninni sinni án þess að virðast hafa nokkurn áhuga á að borga af húsnæðislánum sínum eða leigu í kjölfar nauðungaruppboðs.

Í einhverjum tilfellum býr viðkomandi ekki í fasteigninni, heldur leigir hana út og hefur leigutekjur af húsnæði sem er búið að selja kröfuhafa á nauðungarsölu.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir meðal annars, að ein af ástæðunum fyrir því að þetta er hægt er sögð vera sú að mikill fjöldi vanskilamála sé í kerfinu og því gangi erfiðlega að ganga að einstaklingum sem ættu að geta greitt af lánum sínum en geri það ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert