Vegir eru að heita má greiðfærir á Suðurlandi en á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði og á Fróðárheiði, hálkublettir eru á Bröttubrekku og snjóþekja á Svínadal.
Það er ófært bæði á Steingrímsfjarðarheið og Þröskuldum en Innstrandavegur er fær. Snjóþekja eða nokkur hálka er allvíða á norðanverðum Vestfjörðum en hálkublettir sunnanmegin. Hálka og skafrenningur er á Klettsháls.
Á Norðurlandivestra er þungfært á Þverárfjalli en annars hálkublettir nokkuð víða. Hálka er á Öxnadalsheiði.
Á Norðausturlandi er snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Fljótsheiði og Mývatnsöræfum.
Á Austurlandi er snjóþekja á Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfum. Hálka er á Fagradal en hálkublettir á Fjarðarheiði og Oddskarði. Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði.
Vegir á Suðausturlandi eru að mestu greiðfærir.
Á Þverárfjalli, vegi númer 744, er vegur mjög ósléttur og hraði því tekinn niður í 70 km/klst. Ásþungi er takmarkaður við tíu tonn.