Tekinn með 2,8 milljóna króna úr

Hublot úr - mynd af vef framleiðandans.
Hublot úr - mynd af vef framleiðandans.

Rúmlega sextugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur til að greiða rúmar 700 þúsund krónur í sekt fyrir tollalagabrot en hann hafði ekki gert tollgæslu grein fyrir armbandsúri sem metið er á tæpar 2,8 milljónir króna við komuna til landsins.

Um var að ræða armbandsúr af Hublot og þarf maðurinn einnig að sæta upptöku úrsins. Maðurinn játaði greiðlega sök og samþykkti kröfuna um upptöku úrsins.   

Ef maðurinn greiðir ekki sektina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms þarf hann að sitja í fangelsi í  45 daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert