Tvö opnunarskilyrði í sjávarútvegsmálum

AFP

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur lagt til að tvö opn­un­ar­skil­yrði verði sett fyr­ir því að hafn­ar verði viðræður um sjáv­ar­út­vegs­mál í tengsl­um við um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið. Þetta kem­ur fram í rýni­skýrslu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar þar sem lög­gjöf Íslands á sviði sjáv­ar­út­vegs­mála er bor­in sam­an við sam­svar­andi lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins.

Rýni­skýrsl­an hef­ur enn ekki verið gerð op­in­ber eða af­hent ís­lensk­um stjórn­völd­um en fram kem­ur í áætl­un fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar um fram­kvæmd sam­eig­in­legr­ar sjáv­ar­út­vegs­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir árið 2013 að hún hafi lagt til tvö op­un­ar­skil­yrði. Þar seg­ir að fram­kvæma­stjórn­in hafi skilað rýni­skýrsl­unni til ráðherr­aráðs sam­bands­ins í apríl á síðasta ári ásamt til­lög­um að þess­um tveim­ur opn­un­ar­skil­yrðum. Ekki kem­ur fram hvað felst í þeim en slík skil­yrði, sem Evr­ópu­sam­bandið get­ur sett bæði fyr­ir opn­un og lok­un ein­stakra viðræðukafla, snúa gjarn­an að ein­hvers kon­ar stjórn­kerf­is­breyt­ing­um eða und­ir­bún­ingi fyr­ir þær.

Ekk­ert ból­ar á rýni­skýrsl­unni

Rýni­skýrsl­an var unn­in í kjöl­far þess að Evr­ópu­sam­bandið ákvað sum­arið 2010 að hefja form­leg­ar viðræður um inn­göngu Íslands í sam­bandið og er und­an­fari viðræðna um sjáv­ar­út­vegs­mál. Rýni­skýrsl­ur um alla aðra mála­flokka sem viðræðurn­ar við Evr­ópu­sam­bandið ná til hafa þegar verið gerðar op­in­ber­ar og flest­ar fyr­ir margt löngu. Ekk­ert hef­ur hins veg­ar bólað á skýrsl­unni um sjáv­ar­út­vegs­mál­in og hafa eng­ar skýr­ing­ar feng­ist á því, hvorki frá sam­band­inu sjálfu eða ís­lensk­um stjórn­völd­um. Hins veg­ar hef­ur komið fram hjá Evr­ópu­sam­band­inu að viðræðunum ljúki þegar bæði Ísland og sam­bandið séu reiðubú­in til þess.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, frá­far­andi at­vinnu­vegaráðherra, sagði á Alþingi 17. des­em­ber síðastliðinn spurður um málið að af Vig­dísi Hauks­dótt­ur, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, að málið sæti fast hjá Evr­ópu­sam­band­inu. „En í þessu til­viki að minnsta kosti er klár­lega töf­in Evr­ópu­sam­bands­meg­in og við kom­umst ekki áfram með sjáv­ar­út­vegskafl­ann fyrr en að Evr­ópu­sam­bandið opn­ar sína rýni­skýrslu og við sjá­um þar á spil­in, sjá­um hvort þar verða opn­un­ar­skil­yrði eða annað í þeim dúr.“

Grund­vall­ar­kröf­ur ESB liggja fyr­ir

Stein­grím­ur var aft­ur spurður um málið í lok fe­brú­ar síðastliðins af Ill­uga Gunn­ars­syni, þing­flokks­for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, og sagði hann þá mjög mik­il­vægt að fá úr því skorið hvaða samn­ing­ar fengj­ust um sjáv­ar­út­vegs­mál í viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið um inn­göngu Íslands. Þá hvort um yrði að ræða ein­hver opn­un­ar- eða lok­un­ar­skil­yrði vegna mála­flokks­ins eða hvort hugs­an­lega næðust eng­ir samn­ing­ar vegna þess að of mikið bæri á milli sam­bands­ins og Íslands í þeim efn­um.

Þess má geta að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bandið hef­ur þegar sett fram þær grund­vall­ar­kröf­ur sem gerðar eru til Íslands í sjáv­ar­út­vegs­mál­um gangi landið í sam­bandið en í grein­ing­ar­skýrslu sem fylgdi áliti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar á um­sókn Íslands í fe­brú­ar 2010 kem­ur fram að Íslend­ing­ar verði að fall­ast á meg­in­regl­una um fulla yf­ir­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins í sjáv­ar­út­vegs­mál­um og að fiski­skip frá ríkj­um sam­bands­ins hafi frjáls­an aðgang að miðunum við Ísland í sam­ræmi við sam­eig­in­lega sjáv­ar­út­vegs­stefnu þess.

mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert