Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn (IFAW) hefur sent frá sér ályktun þar sem ákvörðun Hvals hf. um að hefja hvalveiðar í sumar er fordæmd harðlega. Bent er er á að Íslendingar séu að veiða hvali þrátt fyrir að mjög lítill markaður sé fyrir hvalaafurðir.
Í ályktuninni segir að Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sé ábyrgur fyrir því hafa veitt um 280 hvali á síðustu árum. Hann hafi frestað veiðum síðustu tvö ár vegna erfiðleika við sölu hvalaafurða í kjölför flóðanna í Japan, en í sumar ætli hann að stefna bátum sínum til veiða á ný.
IFAW segist hafa unnið með hvalaskoðunarfyrirtækjum á Íslandi undanfarin ár með það að markmiði að ýta undir hvalaskoðun ásamt því að berjast gegn hvalveiðum. Ísland sé í dag vinsælasta hvalaskoðunarland Evrópu. Á síðasta ári hafi um 175 þúsund manns skoðað hvali við strendur Íslands.