Öryrkjar minna formenn á loforðin

Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Ómar Óskarsson

Öryrkja­banda­lag Íslands hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem for­menn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks eru minnt­ir á lof­orð um að draga til baka skerðing­ar sem líf­eyr­isþegar máttu þola árið 2009.

„Rétt er að minna á að frum­varp sem nú ligg­ur fyr­ir um al­manna­trygg­ing­ar vinn­ur gegn mark­miðum sín­um og fest­ir í sessi skerðing­ar á líf­eyri og lög­bind­ur rangtúlk­an­ir reglu­gerða.

Öryrkja­banda­lag Íslands hvet­ur því til­von­andi rík­is­stjórn Íslands til að vinda ofan af þess­um órétt­látu aðgerðum og sýna í verki að við búum í vel­ferðarþjóðfé­lagi,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá banda­lag­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert