Rúnar Pálsson er 68 ára gamall Hafnfirðingur sem hefur tekið þátt í Hjólað í vinnuna átakinu frá upphafi. Hann hjólar til vinnu í álverið í Straumsvík alla daga ársins og segir það lítið mál með réttum búnaði en Rúnar var 18 mínútur að hjóla frá Hafnarfirði í Laugardalinn í morgun þar sem átakið var sett í 10 skipti.
Hann segir margt hafa breyst frá því að hann tók fyrst þátt í Hjólað í vinnuna fyrir tíu árum síðan, fyrir það fyrsta sé fólkið fleira og þá hafi aðstæður hjólafólks batnað til muna. Mbl.is var í Laugardalnum þegar Hjólað í vinnuna var formlega hleypt úr vör í morgun en nú hafa á fimmta þúsund manns skráð sig til leiks.