Hátt verðlag kalli á launahækkanir

mbl.is/Jim Smart

„Krónan er að styrkjast og auðvitað eiga verslanir og fyrirtæki í landinu að skila því til neytenda með verðlækkunum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í Morgunblaðinu í dag um neikvæð áhrif af hækkandi matarverði á kaupmátt.

„Atvinnulífið verður að axla ábyrgð með því að skila þessu út í verðlagið. Annars lækka vextir ekki. Við munum ekki sætta okkur við þetta ástand. Á endanum mun það kalla á launahækkanir. Heimilin í landinu eru í engri stöðu til að taka á sig aukna álagningu verslunarinnar,“ segir Gylfi ennfremur.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að verðkönnun ASÍ leiðir í ljós að matarverð hefur hækkað á sama tímabili og gengi krónu hefur hægt og bítandi styrkst undanfarið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert