Hvalveiðar í Faxaflóa verði bannaðar

Samtökin segja að uppbyggingin í gömlu höfninni í Reykjavík hafi …
Samtökin segja að uppbyggingin í gömlu höfninni í Reykjavík hafi fyrst og fremst orðið með tilkomu hvalaskoðunar. Myndin er úr safni. mbl.is/Kristinn

Hvala­skoðun­ar­sam­tök Íslands skora á stjórn­völd að banna hval­veiðar á Faxa­flóa nú þegar. Það verði gert vegna mik­ill­ar fækk­un­ar á hrefnu í fló­an­um að und­an­förn­um árum og til að tóm gef­ist til að rann­saka or­sak­ir þeirr­ar fækk­un­ar.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

„Öllum hvala­skoðun­araðilum í fló­an­um ber sam­an um að hrefn­unni hafi jafnt og þétt fækkað og hegðun henn­ar breyst til hins verra út frá hags­mun­um hvala­skoðunar. Dýr­in halda sig fjær bát­um en áður, fara fyrr í djúpköf­un og sýna ekki þá for­vitnu hegðun sem áber­andi var áður en veiðarn­ar hóf­ust. Um fækk­un dýr­anna er ekki leng­ur deilt. Hrefnu­veiðimenn hafa sjálf­ir lýst fækk­un­in hrefn­unn­ar á Faxa­flóa,“ seg­ir enn­frem­ur.

Þá kem­ur fram, að gríðarleg­ir hags­mun­ir séu í húfi að hvala­skoðun fái að dafna á suðvest­ur­horni Íslands.

„Upp­bygg­ing­in í gömlu höfn­inni í Reykja­vík hef­ur fyrst og fremst orðið með til­komu hvala­skoðun­ar­inn­ar. Um er að ræða stærsta afþrey­ing­ariðnað ferðamanna í höfuðborg­inni. 175.000 ferðamenn fóru í hvala­skoðun á Íslandi á síðasta ári og flest­ir frá Reykja­vík.

Þá harma Hvala­skoðun­ar­sam­tök­in að hrefnu­veiðar skulu vera að hefjast enn á ný án þess að nefnd sem skipuð var af ráðherra um nýt­ingu hvala hafi lokið störf­um og með því eru störf nefnd­ar­inn­ar gerð að engu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Hvala­skoðun­ar­sam­tök­um Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert