Lækkun skulda næst ekki án hagvaxtar

Frá fundi forystumanna flokkanna á samráðsvettvangi í dag.
Frá fundi forystumanna flokkanna á samráðsvettvangi í dag.

Ef Ísland ætlar að að ná markmiðum um að færa skuldahlutfall landsins í flokk með hinum Norðurlöndunum þarf hagvöxtur á Íslandi að vera 3,5% á ári. Þetta kom fram á fundi sem forystumenn flokkanna  áttu í dag á svokölluðum samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi.

Samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi var komið á fót með formlegum hætti í vetur að frumkvæði forsætisráðuneytisins. Hópurinn lagði fram í dag ítarlega skýrslu þar sem sett eru fram markmið í efnahagsmálum.

Lögð voru fram efnahagsleg markmið sem vettvangurinn taldi vera metnaðarfull en möguleg. Í fyrsta lagi var sett það markmið að meðalhagvöxtur næmi 3,5% á ári fram til ársins 2030. Í öðru lagi að skuldahlutfall hins opinbera verði komið niður fyrir 60% af VLF fyrir 2030. Í þriðja lagi að stöðugleiki náist í verðlagi og meðalverðbólga verði 2,5% til 2030.

Náist þessi markmið ætti Ísland að færast upp í 4. sæti í samanburði OECD ríkja í vergri landsframleiðsu á mann árið 2030 og skuldahlutfall hins opinbera og verðbólga yrðu í takt við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum. Ísland er í dag í 15. sæti. Ef hér verður enginn hagvöxtur næstu árin verður Ísland komið niður í 28. sæti árið 2030, næst á undan Grikklandi.

Lagðar voru fram 9 tillögur sem ætlað er að styðja við aukinn efnahagslegan stöðugleika og trúverðugleika hagkerfisins.

1. Regla um 1,5% VLF hagsveifluleiðréttan fjárlagaafgang

2. Rammi um heildarfjármal hins opinbera, áætlun og eftirfylgni

3. Þjóðhagsvarúðarrammi og breiðari flóra tækja Seðlabanka

4. Óháð fjármálaráð til aðhalds

5. Endurskoðun á umgjörð peningamála á 5 ára fresti

6. Ábyrgð peningastefnunefndar og Seðlabankastjóra aukin

7. Seðlabankinn styrki markaðsvæntingar með meira gegnsæi

8. Nýtt fyrirkomulag á húsnæðislánamarkaði

9. Gerðar verði umbætur á fyrirkomulagi kjarasamninga

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert