Mörg fyrirtæki hafa verið undirmönnuð og hikað við að bæta við sig starfsfólki undanfarið. Fulltrúar vinnumiðlana segja að biðstaða einkenni vinnumarkaðinn þessa stundina vegna ríkisstjórnarskipta.
„Við eigum margt ungt, vel menntað fólk sem því miður hefur ekki fengið vinnu við sitt hæfi. Þegar kreppan kom hélt fólk úr grunnnámi í háskóla í meistaranám og nú er það að koma út á markaðinn,“ segir Þórir Þorvarðarson, ráðningastjóri Hagvangs, í fréttaskýringu um stöðu atvinnumála í Morgunblaðinu í dag.
„Maður var bjartsýnn í janúar til mars um að það væri að komast hreyfing á hlutina. Síðan þá hefur maður haft á tilfinningunni að þjóðfélagið sé lagst í dvala,“ segir Kolbeinn Pálsson, framkvæmdastjóri Job.is.