Heildsalar og kaupmenn sem Morgunblaðið ræddi við eru sammála um að gengisstyrkingin að undanförnu skapi svigrúm til verðlækkana, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.
Hér til hliðar má sjá graf þar sem verðþróun í könnun ASÍ er borin saman við gengisþróunina á tímabilinu frá september 2012 til apríl á þessu ári. Sýnir grafið hvernig matarverðið hækkaði í mars og apríl, en gengið styrktist þá nokkuð.
Eru dæmi um þróun gengisins á þessu átta mánaða tímabili tekin í hnotskurninni hér til hliðar.