Hægt að spara mikið með fækkun sveitarfélaga

Frá fundi forystumanna flokkanna á samráðsvettvangi í gær.
Frá fundi forystumanna flokkanna á samráðsvettvangi í gær.

Hægt er að bæta rekstur sveitarfélaga á Íslandi um 7% með því að fækka þeim úr 74 í 12. Þetta kemur fram í skýrslu sem samráðsvettvangur um aukna hagsæld á Íslandi hefur lagt fram.

Í skýrslunni segir að stærri og burðugri sveitarfélög geti tekið við fleiri verkefnum. Bent er á að sameiningar sveitarfélaga hafa verið að mestu lögboðnar í Danmörku og Svíþjóð og fjárhagslegir hvatar til sameininga eru til staðar í Finnlandi. Sameining sveitarfélaga hérlendis hefur aftur á móti verið valkvæð.

Ef sveitarfélögum yrði fækkað niður í 12 yrðu um 8.000 manns í fámennustu sveitarfélögunum. Í skýrslunni er bent á að sveitarfélög með færri en 8.000 íbúa hafa minni burði til að veita íbúum sínum velferðarþjónustu og reiða sig frekar á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert