Heiðmörk ófær

Heiðmörk er sögð illfær en er í raun ófær.
Heiðmörk er sögð illfær en er í raun ófær. mbl.is/Sigurður Bogi

Um þriðjung­ur Heiðmerk­ur­veg­ar er ófær. Hef­ur þess­um veg­kafla, sem er Garðabæj­ar­meg­in í Heiðmörk, ekki verið sinnt í um tvö ár eft­ir að ríkið ákvað að af­henta sveit­ar­fé­lög­un­um Reykja­vík og Garðabæ veg­ina. Marg­ir voru á ferð í Heiðmörk í dag en þurftu að snúa við vegna ófærðar.

Sveit­ar­fé­lög­in höfnuðu viðtöku veg­ar­ins og hef­ur málið verið þrætu­epli á milli rík­is­ins og þeirra síðan.

Póli­tískt þrætu­epli op­in­berra aðila

Að sögn Helga Gísla­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, hef­ur verið leitað til inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins vegna máls­ins en all­ir aðilar standa á sínu og eng­inn vill sinna veg­in­um. 

„Þetta er veg­ur sem ríkið átti og hirti um. Fyr­ir tveim­ur árum síðan ákvað Vega­gerðin að af­henda Reykja­vík og Garðabæ veg­inn frá sitt­hvor­um enda. Hvor­ugt sveit­ar­fé­lagið hef­ur þegið veg­inn. Nú er staðan sú að eng­inn vill gera neitt. Þetta er póli­tískt þrætu­epli á milli op­in­berra aðila,“ seg­ir Helgi.

All­ir standa á sínu

Djúp för eru í veg­in­um sem er ónýt­ur. Ófær er sá kafli Heiðmerk­ur­veg­ar sem er inn­an Garðabæj­ar og er hann að sögn Helga um þriðjung­ur þess veg­ar sem ligg­ur um Heiðmörk. Um­rædd­ur veg­kafli er frá Víf­ils­stöðum og ligg­ur leiðin inn í Hjalla­dal.

„Þessi veg­kafli er ónýt­ur og ófær, en þess ber að geta að 40% þeirra 500 þúsund manna sem fara inn í Heiðmörk á ári fara um þarna meg­in frá,“ seg­ir Helgi. 

Síðastliðið haust ákvað Reykja­vík­ur­borg að viðhalda þeim veg­kafla sem er borg­ar­meg­in, þó málið hafi ekki enn verið form­lega af­greitt. „Við báðum inn­an­rík­is­ráðherra að leysa málið sem og sveit­ar­fé­lög­in. En það hef­ur ekki verið gert. Það standa all­ir á sínu,“ seg­ir Helgi. 

Fjölmargir lögðu leið sína í Heiðmörk í dag en þurftu …
Fjöl­marg­ir lögðu leið sína í Heiðmörk í dag en þurftu að snúa við sök­um þess að ekki var hægt að fara lengra. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert