Styrking krónu skilar sér í lægra verðlagi

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins seg­ir það mis­skiln­ing hjá Gylfa Arn­björns­syni, for­seta ASÍ, að SA sé þeirr­ar skoðunar að fyr­ir­tæki eigi ekki að skila styrk­ingu á gengi krón­unn­ar út í verðlag. Það sé fjarri sanni. Styrk­ing krónu skili sér í lægra verðlagi.

Mik­ill sam­hljóm­ur hafi verið með SA og ASÍ varðandi mik­il­vægi þess að ná tök­um á sveifl­um í gengi krón­unn­ar, sem leiði til auk­inn­ar verðbólgu, óstöðugs rekstr­ar­um­hverf­is fyr­ir at­vinnu­lífið og grafi und­an kaup­mætti al­menn­ings.

Í til­kynn­ingu frá SA seg­ir: „Í yf­ir­lýs­ingu sem birt er á heimasíðu ASÍ í dag lýs­ir Gylfi Arn­björns­son furðu sinni á um­mæl­um Þor­steins Víg­lunds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra SA, í Morg­un­blaðinu í gær vegna um­fjöll­un­ar um verðlagsþróun og geng­is­sveifl­ur. Virðist for­seti ASÍ lesa úr þeim um­mæl­um þá skoðun SA að fyr­ir­tæki eigi ekki að skila styrk­ingu á gengi krón­unn­ar út í verðlag. Það er fjarri sanni. Í því sam­hengi er rétt að benda á að verðbólgu­hraði hef­ur minnkað um­tals­vert á und­an­förn­um mánuðum sam­hliða styrk­ingu krón­unn­ar. Afar mik­il fylgni er á milli verðlagsþró­un­ar og breyt­inga á gengi krón­unn­ar og á það ekk­ert síður við nú.“

Þá seg­ir, að frá byrj­un sept­em­ber á síðasta ári fram til loka fe­brú­ar gengi krón­unn­ar veikst um 13% sem hafi leitt til um­tals­verðrar verðbólgu. Svipaða þróun hafi einnig mátt sjá vet­ur­inn 2011 til 2012 þar sem krón­an veikt­ist tals­vert og verðbólga fylgdi í kjöl­farið. Með styrk­ingu yfir sum­ar­mánuðina 2012 hafi hins veg­ar dregið veru­lega úr verðbólgu og mæld­ist raun­ar verðhjöðnun tvo mánuði í röð, í júlí og ág­úst í fyrra. Verðbólgu­skotið nú hafi orðið minna en fyr­ir ári síðan og fátt bendi til ann­ars en að það sé að ganga til baka með sama hætti og varð á síðasta ári.

„Fyr­ir­tæk­in eru því að skila geng­is­styrk­ingu út í verðlagið og all­ar lík­ur á að við sjá­um hér mjög lág­ar verðbólgu­töl­ur í sum­ar hald­ist gengið stöðugt,“ seg­ir í til­kynn­ingu SA.

Enn­frem­ur seg­ir, að það valdi hins veg­ar áhyggj­um að sjá hversu mikl­ar sveifl­ur hafi verið á gengi krón­unn­ar á þess­um tíma, þrátt fyr­ir gjald­eyr­is­höft. Svo mikl­ar sveifl­ur leiði til óhjá­kvæmi­lega til mik­illa sveiflna í verðlagi líkt og raun­in hafi orðið. Al­mennt virðist gert ráð fyr­ir að þessi óstöðug­leiki haldi áfram. Flest­ar grein­ing­ar­deild­ir geri þannig ráð fyr­ir að krón­an veikist á nýj­an leik er líði á haustið og Seðlabanki Íslands hafi sjálf­ur varað við því að þjóðarbúið standi ekki und­ir er­lend­um skuld­bind­ing­um sín­um við nú­ver­andi aðstæður.

„Það er því mik­il­vægt að ná tök­um á þess­um sveifl­um í gengi krón­unn­ar. Þær leiða til auk­inn­ar verðbólgu, óstöðugs rekstr­ar­um­hverf­is fyr­ir at­vinnu­lífið og grafa und­an kaup­mætti al­menn­ings. Mik­ill sam­hljóm­ur hef­ur verið með Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins og Alþýðusam­bands Íslands hvað þetta varðar. Það er og verður áfram sam­eig­in­legt verk­efni okk­ar að stuðla að stöðugra efna­hags­um­hverfi hér á landi,“ seg­ir í til­kynnigu frá Þor­steini Víg­lunds­syni, fram­kvæmda­stjóra SA.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert