Enn skelfur jörð á Reykjaneshrygg

Staðsetning skjálfta á Reykjaneshrygg, óyfirfarnar niðurstöður.
Staðsetning skjálfta á Reykjaneshrygg, óyfirfarnar niðurstöður. www.vedur.is

Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst í fyrrinótt við Fuglasker á Reykjaneshrygg, um 30 km suðvestan við Reykjanestá. Nokkur hundruð skjálftar hafa mælst í hrinunni.

Samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum á vef Veðurstofu Íslands hafa sex skjálftar af stærðinni 3 og stærri mælst á þessu svæði frá því á miðnætti. Sá stærsti er af stærðinni 4,0 og varð skömmu eftir klukkan 1 í nótt.

Í gærmorgun kl. 10:49 var skjálfti að stærð 4,1 og síðdegis í gær kl. 17:10 og kl. 18:05 voru skjálftar 4,0 og 4,2 að stærð. Þeir fundust á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel víðar.

Jarðskjálftahrinur eru algengar á norðanverðum Reykjaneshrygg.

Frétt mbl.is: Skjálftinn fannst víða

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert