Telur að net mannaðra veðurstöðva sé orðið of gisið

Veðurathugunarstöðin í Flatey.
Veðurathugunarstöðin í Flatey. Ljósmynd/Björn Samúelsson

Sam­hliða tækni­fram­förum hef­ur orðið breyt­ing á miðlun veðurupp­lýs­inga hér á landi. Þegar mest var voru 40 mannaðar veður­stöðvar hér á landi sem sendu Veður­stof­unni veður­skeyti á þriggja tíma fresti, en nú eru þær aðeins 21.

Árni Sig­urðsson, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, tel­ur að net mannaðra stöðva sé orðið of gisið og nýj­asta tækni standi mannsaug­anu ekki alltaf fram­ar, hvað veður­at­hug­an­ir varðar.

Í um­fjöll­un um  þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann per­sónu­leg­ar upp­lýs­ing­ar frá veður­at­hug­un­ar­fólki mik­ils virði en þær gefi upp­lýs­ing­ar varðandi fleiri þætti en sjálf­virku stöðvarn­ar. Þær gefa í flest­um til­fell­um aðeins upp vind­styrk, hita og raka.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert